Flúðaskóli tók á móti unglingum frá Reykholtsskóla, Bláskógaskóla Laugarvatni og Kerhólsskóla fimmtudaginn 1.febrúar og föstudaginn 2.febrúar. Unnið var í smiðjum en var þetta í fyrsta skipti sem að Flúðaskóli tekur á móti nágrannaskólum sínum. Að þessu sinni var boðið upp á smiðjur í leiklist, dansi, pílukasti, tónlist, bakstri, málningu, málmsmíði, hestamennsku og körfubolta. á fimmtudeginum fengu nemendur stuttan fyrirlestur um áhrif orkudrykkja og mikilvægi svefns. Um kvöldið var sameiginlegt opið hús félagsmiððstövanna af svæðinu. Það er óhætt að segja að unglingar og starfsfólk hafi átt mjög góðan tíma saman og að smiðjurnar hafi komið afar vel út. Verst þótti fólki þó að stytta þurfti dagskránna vegna slæmrar veðurspár á föstudeginum.
Hér er hægt að skoða myndir frá smiðjudögum unglingastigsins. https://www.facebook.com/media/set/?vanity=100054633330993&set=a.939505074547262