Skólasel

Skólasel/Frístund 2024-2025

Kæru foreldrar,

Breytingar á nýju skólaári

Í vetur verður breyting á stundatöflum nemenda í 1. - 4. bekk og lengd skóladags þeirra. Vegna þess verður einnig breyting hjá Skólaselinu.

Til aðgreiningar munum við skipta viðverunni eftir kennslu í tvennt, annars vegar Skólasel og hins vegar Frístund. Ekki verður tekið gjald fyrir vistun í Skólaseli, og gerum við ráð fyrir að allir nemendur verði þar. Eftir heimakstur skólabíla tekur Frístund við. Skrá þarf nemendur í hana og er gjald tekið fyrir þá vistun. Verðskrá fyrir árið 2024 er hér neðar í bréfinu.

Við þessar breytingar verður kostnaður foreldra, fyrir fullnýtta vistun eftir skóla 5,5 klukkustundir í stað 8,5 í fyrra.

Skipulag Skólasels og Frístundar

Mánudagar: Skóli til 13:30 og heimakstur fyrir alla nemendur skólans sem eru í akstri. Frístund í boði fyrir nemendur 1. - 4. bekkjar frá kl. 13:30 – 16:00. Skrá þarf nemendur sérstaklega.

Þriðjudagar: Skóli til 13:50. Allir nemendur 1. - 4. bekkjar fara í Skólasel til kl. 15 (ekki gjaldtaka) og heimakstur kl. 15 fyrir þá sem eru í akstri. Frístund í boði fyrir nemendur 1. - 4. bekkjar frá kl. 15:00 – 16:00 (gjaldtaka). Skrá þarf nemendur sérstaklega.

Miðvikudagar: Sama og þriðjudagar

Fimmtudagar: Skóli til 13:30. Allir nemendur 1. - 4. bekkjar fara í Skólasel til kl. 15 (ekki gjaldtaka). Frístund í boði fyrir nemendur 1. - 4. bekkjar frá kl. 15:00 – 16:00 (gjaldtaka). Skrá þarf nemendur sérstaklega.

Föstudaga: Skóli til 12:15 og heimakstur fyrir þá sem eru í akstri. Ekkert Skólasel né Frístund.

Starfsemi Skólasels og Frístundar Flúðaskóla hefst mánudaginn 26. ágúst 2024.
Í boði er að skrá nemendur sérstaklega í Frístund eftir skólasetningu fimmtudaginn 22. ágúst frá kl. 11:00 – 16:00 skv. gjaldskrá.

Staðsetning Skólasels/Frístundar mun nú færast yfir í húsnæði skólans.

Foreldrar/forráðamenn sem ætla að nýta þjónustu Frístundar þurfa að sækja um fyrir barn/ börn sín hjá ritara skólans, ritari@fludaskoli.is. Umsjónarmaður Skólasels/Frístundar er Orri Ellertsson orri@fludaskoli.is en auk hans starfa þar Heiða Snorradóttir, Ann Winter og Páll Magnús Unnsteinsson.

Verðskrá fyrir árið 2024

Vistun í Skólaseli er gjaldfrjáls en hver klukkutími í Frístund er 432 kr.

Hressing í Skólaseli/Frístund er 150 kr.

 

Reglur fyrir skólasel og frístund Flúðaskóla