Opinn skóli fyrir foreldra

Vikuna 27.nóv - 1.des verður ,,Opinn skóli" fyrir foreldra í Flúðaskóla.Í samræmi við skólastefnuna viljum við tengja foreldra sem best við starfið okkar, því skorum við á foreldra að koma í heimsókn, þegar þeim hentar, og taka virkan þátt í starfinu með okkur. Við setjum upp þrjár leiðir fyrir foreldra sem allar ganga út á að sá sem kemur bóki sig á tíma hjá viðkomandi kennara eða skólastjórnendum. Umsjónarkennarar munu senda tilkynningu til foreldra ef einhverjir sérstakir viðburðir eru í gangi hjá viðkomandi bekk þessa viku.Stuðningsfulltrúi:Foreldri kemur í 40 mínútna kennslustund og er tilbúið að aðstoða alla nemendur í bekknum í þeim verkefnum sem eru í gangi undir stjórn kennarans.Kennari:Foreldri kemur í kennslustund með fræðslu sem tekur 10-40 mínútur. Foreldrið skipuleggur kennsluna eftir sínu áhuga-, þekkingar- og reynslusviði.Gæsla í frímínútum:Foreldrar taka að sér að vera í gæslu í frímínútum:Kl. 09:55 - 10:15: 8.-10. bekkur inni og 1. - 7. bekkur útiNú er næsta skref hjá foreldrum að skoða stundatöflu barnanna, velja sér tíma og senda póst á viðkomandi kennara með ósk um að fá að taka þátt í tímanum annað hvort sem stuðningsfulltrúi eða kennari. Þeir sem ætla að taka að sér gæslu senda póst á ritari@fludaskoli.isVið vonum að við sjáum sem flesta foreldra í Flúðaskóla, að sjálfsögðu eru allir bundnir trúnaði við það sem þeir sjá og heyra á skólatíma.