Börn sem stunda nám í Flúðaskóla skólaárið 2024-2025 munu fá gjaldfrjálsar skólamáltíðir samkvæmt ákörðun sveitarstjórnar frá 15. ágúst s.l.
Er þessi aðgerð liður í að greiða fyrir gerð langtímakjarasamninga á vinnumarkaði með það að markmiði að kveða niður vexti og verðbólgu. Við kjarasamningsgerðina var skorað á sveitarstjórnir um allt land að taka þátt og sína samstillt átak til að liðka fyrir gerð langtíma kjarasamninga með því m.a. að bjóða nemendum í grunnskólum gjaldfrjálsan hádegisverð.
Áfram verður tekið gjald fyrir ávaxtahressingar og hressingar í Skólaseli/Frístund.