Skólastarf hefur farið vel af stað á nýju ári, nemendur og starsmenn mættu ánægðir til starfa að loknu góðu jólafríi. Í dag þriðjudag er starfs- og námskeiðsdagur hjá starfsfólki Flúðaskóla, nemendur geta notið þess að vera heima í vonda veðrinu sem herjar á okkur í dag. Á miðvikudaginn í næstu viku er foreldra- og nemendaviðtalsdagur, umsjónarkennarar úthluta hverjum og einum viðtalstíma, ef tímasetning hentar ekki er mikilvægt að setja sig í samband við umsjónarkennara og fá annan tíma. Viðtalsdagar eru tveir á hverju skólaári og eru góðir til að styrkja samstarf heimilli og skóla.