Í þessari viku er árvekniátak til að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu. Átakið hefst á því að leik- og grunnskólar á Suðurlandi halda plastlausa viku og fá nemendur til að gjörbreyta lífsstíl sínum með breyttri neyslu og vitund. Plastlausa vikan er árvekniátak um skaðsemi plasts en þó fyrst og síðast hvatningarátak. Allir þeir sem skilja hættuna af óhóflegri plastnotkun og kunna að meta fallegt umhverfi Suðurlands ættu að taka þátt. Plastlausa vikan nær hámarki dagana 14. og svo 15. september með Alheimshreinsundardeginum (World Cleanup Day 2018), þar sem skorað verður á bæði íbúa og starfsfólk fyrirtækja og stofnana að koma saman og hreinsa sitt nánasta umhverfi.

Hér eru tenglar sem þið getið nýtt ykkur:
https://plastlausseptember.is/

https://umhverfissudurland.is/