Öskudagsskemmtun verður í Íþróttahúsinu kl 13:40 – 15:00 á morgun fyrir nemendur í 1.-7.bekk. Farið verður í leiki og kötturinn sleginn úr tunnunni og Tunnukóngur krýndur.
Það verður happadrætti þar sem allir eru jafnir og einnig fá allir glaðning í lokin. Foreldrafélag skólans og kennarar sjá um skemmtunina.
Við hvetjum foreldra til að mæta og að sjálfsögðu allir í búningum 🙂
Með kveðju, Flúðaskóli og Foreldrafélagið