IMG_0304Norræna Skólahlaupið fór fram í Flúðaskóla þriðjudaginn 27.september sl. Sól var á lofti en þó setti sterkur norðanvindur mark sitt á hlaupið. Alls tóku 86 af 93 nemendum skólans þátt í hlaupinu, en 7 nemendur áttu ekki heimagengt vegna veikinda eða leyfis frá skóla. 41 nemandi fór 2,5 km, 17 nemendur fóru 5 km og 27 nemendur skólans munaði ekkert um að fara 10km þrátt fyrir að nokkuð vindasamt hafi verið þennan dag. 457,5 km voru því farnir af nemendum Flúðaskóla þennan dag og fóru sumir ansi hratt yfir.  Eins og áður voru teknir tímar á nemendum og voru tímar þeirra sem hraðast fóru yfir með betra móti. Þetta hlaup á sér áralanga sögu og ánægjulegt að sjá það tekið með trompi af nemendum Flúðaskóla nú sem fyrr.