Nemendaverndarráð fjallar um málefni einstakra nemenda eða nemendahópa og leitar úrræða ávandamálum er upp koma. Fundir eru haldnir reglulega eftir þörfum.
Í nemendaverndarráði grunnskóla eiga sæti skólastjóri og/eða fulltrúi sem hann tilnefnir, umsjónaraðili kennslu nemenda með sérþarfir, fulltrúi skólaheilsugæslu,
fulltrúi sérfræðiþjónustu sveitarfélags og náms- og starfsráðgjafi.
Einnig geta fulltrúar frá félagsþjónustu sveitarfélags og barnaverndaryfirvöldum tekið þátt í starfi nemendaverndarráðs þegar tilefni er til.
Nemendaverndarráð starfar samkvæmt reglugerð nr. 584/2010.