Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að nemendur fá ekki útprentaðar námsmatsmöppur á miðjum vetri heldur verður allt námsmat aðgengilegt á fjölskylduvef Mentors. Af þessu tilefni bjóðum við ykkur í heimsókn og þiggja aðstoð við að átta ykkur á nýju viðmóti og námsviðmiðum. Heitt verður á könnunni þriðjudaginn 17. janúar og verða kennarar til aðstoðar í tölvuveri frá kl. 15:30-17:00. Foreldra- og nemendaviðtöl verða síðan fimmtudaginn 19. janúar ef tímasetning, sem nemandi hefur fengið úthlutað, hentar ekki er mikilvægt að hafa samband við umsjónarkennara svo fljótt sem auðið er og fá nýjan viðtalstíma.
Fyrir foreldraviðtöl er nauðsynlegt að nemendur hafi lokið við að svara frammistöðumati í Mentor.