Fimmtudaginn 13.september ætla nemendur og starfsfólk Flúðaskóla í gönguferð. Við förum með skólabílum áleiðis að bænum Kaldbak og þaðan göngum við í Hólminn sem er á landamörkum Hörgsholts og Kaldbaks, þar er göngubrú sem nemendur geta gengið yfir og eru þá komnir í Gnúpverjahreppinn.
Nauðsynlegt er að nemendur komi klæddir eftir veðri og vel skóaðir. Við munum setjast niður á leiðinni og þá væri gott ef þau væru með smá hressingu með sér , einnig væri gott að hafa auka sokkapar í töskunni.
Við verðum komin heim aftur passlega í hádegismat í mötuneytinu.