About Ritari

This author has not yet filled in any details.
So far Ritari has created 38 blog entries.

Litlu jólin í Flúðaskóla

Litlu jólin verða haldin miðvikudaginn 19.desember og byrja þau kl. 10:30 á því að nemendur halda stofujól með sínum bekk. Að þeim loknum er boðið upp á jólamat að hætti hússins og kl. 12:45 er farið út í Félagsheimili þar sem 3.-5.b sýna helgileik ásamt kór yngri nemenda og jólaball þar á eftir.

Heimakstur er kl

Gönguferð að hausti

Fimmtudaginn 13.september ætla nemendur og starfsfólk Flúðaskóla í gönguferð. Við förum með skólabílum áleiðis að bænum Kaldbak og þaðan göngum við í Hólminn sem er á landamörkum Hörgsholts og Kaldbaks, þar er göngubrú sem nemendur geta gengið yfir og eru þá komnir í Gnúpverjahreppinn.
Nauðsynlegt er að nemendur komi klæddir eftir veðri og vel

PLASTLAUS VIKA 10. – 15. SEPTEMBER

 

Í þessari viku er árvekniátak til að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu. Átakið hefst á því að leik- og grunnskólar á Suðurlandi halda plastlausa viku og fá nemendur til að gjörbreyta lífsstíl sínum með breyttri neyslu og vitund. Plastlausa vikan er árvekniátak um skaðsemi plasts en þó fyrst og

Rusladagur á föstudag

Föstudaginn 11.maí frá kl 10:15-12:15 er árlegur hreinsunardagur hjá nemendum og starfsfólki Flúðaskóla.

Nauðsynlegt er að nemendur komi klæddir eftir veðri.

Að hreinsunarstarfi loknu er boðið upp á grillaðar pylsur.

Árshátíð Flúðaskóla 2018

Smellið hér á tengilinn til að sjá auglýsinguna

Litlu jólin

Litlu jólin hjá okkur verða miðvikudaginn 20.des og hefjast kl.10:30.  Þau byrja inni í sinni heimastofu, borða svo jólamat í mötuneytinu og að því loknu fara allir saman út í félagsheimili.
Skemmtunin þar hefst með helgileik hjá 5.bekk og svo jólaball þar á eftir.
Heimakstur ekki seinna en kl. 14:15
-Verðlaun

Haustþing kennara

Föstudaginn 20.október er haustþing kennara og því enginn skóli þann dag.

Starfsdagur

Föstudaginn 6.október er starfsdagur hjá kennurum Flúðaskóla og því enginn skóli þann dag.

Aðalfundur Foreldrafélags Flúðaskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Flúðaskóla
verður haldinn í matsal skólans mánudaginn 9. október kl. 20:30

Dagskráin er hefðbundin

1. Skýrsla stjórnar
2. Fjárhagsreikningur
3. Kosning stjórnar
4. Kosning fulltrúa foreldra í skólaráð Flúðaskóla 5. Önnur mál

-Stjórnin

Göngum í skólann

Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann hefjist í ellefta sinn.

Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar og að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.