Viðburðadagatal
Nú fer að líða að lokum þessa skólaárs og að venju er ýmislegt um að vera þessar síðustu tvær vikur. Hér er linkur á Viðburðadagatal maí 2018 svo þess að allir geti verið upplýstir um þau frávik sem munu verða á skólastarfinu.
Árshátíðir og skólahreysti
Mikið er búið um að vera hér í skólanum undanfarnar vikur, í síðustu viku var árshátíð hjá 1. – 7. bekk en þar var Emil í Kattholti í aðalhlutverki. Sýningin var stórskemmtileg og mikið í hana lagt, enda mikið nám og vinna sem fer í undirbúning við að setja upp svona leiksýningar. Hægt er að
Stóra upplestrarkeppni grunnskólanna
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Kerhólsskóla þriðjudaginn 6. mars. Hátíðin var í alla staði glæsileg, Elísa Jóhannsdóttir rithöfundur flutti ávarp og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga voru á milli atriða í lokin voru síðan veitingar. Nemendur í 7. bekk sem valdir voru úr Bláskógaskóla Reykholti, Bláskógaskóla
Enginn skólaakstur
í dag miðvikudaginn 21. febrúar verður ekki skólaakstur og því fellur skólastarf niður.
Gleðileg jól
Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár og takk fyrir samveruna á árinu sem er að líða.
Skólahald hefst aftur fimmtudaginn 4. janúar 2018.
Gjaldskrárbreytingar 1. janúar 2018
Breyting verður á gjaldskrá frá og með 1. janúar 2018 og verður sem hér segir:
Ávaxta/grænmetishressing 77 kr.
Skólamáltíð 360 kr.
Vistunar í skólaseli klukkutími 326 kr.
Síðdegishressing í skólaseli 117 kr.